7.4.2007 | 10:08
Umdeild meðferð
Íslenskir íþróttafréttamenn hafa gert það að listgrein að beita orðinu umdeilt rangt. Nýjasta dæmið er að finna í íþróttafréttum á Stöð 2 í gær. Þar var sagt frá vítaspyrnu sem dæmd var í leik Sevilla og Tottenham í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á Skírdag. Orðrétt sagði að vítaspyrnan hefði "þótt afar umdeildur dómur."
Hlutir eru annað hvort umdeildir eða ekki, þeir þykja ekki umdeildir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt orðalag heyrist og virðist sem íþróttafréttamenn geri ekki greinarmun á því að vera umdeilt og umdeilanlegt. Hlutur getur þótt umdeilanlegur, eða jafnvel vafasamur, en sé deilt um þá eru þeir umdeildir.
Og hananú.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.