Orð skipta máli.

Heyrði í prófessor Guðmundi Oddi í Kastljósi í gær. Hann var beðinn um að meta auglýsingar stjórnmálaflokkanna. Veit ekki hvaða bækur prófessorinn hefur lesið en hann staðhæfir að orð skipti ekki máli. Hann boðar mynd og málleysi í auglýsingum. Fræðileg nákvæmni Guðmundar er með ólíkindum.

Hvenær ætla menn að fara læra það að boðmiðlun er ekki listgrein. Hvenær ætla menn að læra að kjósendur eða neytendur eru ekki fífl? Er hann t.d. að meina það að kjósendur finni atkvæði sínu stað út frá pilsi Jónínu eða þögn Geirs? Við vitum að ákvörðunarferlið er tölvuvert flóknara en það. Fólk er ekki heiladautt.

Sagt er að kjósendur vilji bara sjá, finna og upplifa - og ekkert annað. Prófessorinn (einsog margir aðrir listamenn) vilja meina að enginn lesi langa texta og enginn nenni að hlusta á langt mál. Það er ekki nema von að þessu sé haldið fram ef þeir sem það gera eru þeir sömu og fylla þennan hóp sem nennir ekki að lesa og hlusta.

Fullyrðingar Guðmundar eru rangar. Þetta eru rangar skoðanir og hafa verið það frá upphafi rannsókna á efninu. Það er nánast sama hversu rannsóknin er illa gerð og frá hvað tíma hún er. Munur á leshæfni texta í auglýsingum frá 50 orðum til 500 orða eru nokkur prósent niður.
Neytendur eða kjósendur lesa langan texta ef hann er áhugaverður fyrir þá. Neytendur hlusta einnig á langt mál ef það er áhugavert fyrir þá.
Samkvæmt þessum niðurstöðum má ætla að þeir sem boða orðleysi og myndir kunni ekki að framleiða eða skrifa eftirtektarverð skilaboð fyrir auglýsingar (copy). Bara vanda sig.

Við vitum að táknræn skilaboð er mikilvægur sefjunarþáttur í auglýsingum en að niðurlægja orðræn skilaboð boðmiðlunar með þessum hætti er með öllu óásættanlegt af hálfu manns í þessari stöðu. Einkennileg hegðun. Hún getur ekki talist fagleg útfrá boðmiðluninni og þeim fræðum. Icke.

Textafræðileg nákvæmni er greinilega ekki íslenskt gen. Fróðlegt væri að sitja á móti prófessornum og fræðilega rökræða við hann um auglýsingar – og boðmiðlun almennt.
Það er kannski best að þegja?

Communications is not art.

- Guðjón Pálsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverður texti!

þetta er ansi áhugavert. Ég varð vitni að að úttekt kastljóssins í kastljósinu á auglýsingum stjórnmálaflokkanna. Mér fannst ákaflega athyglisverðar fullyrðingar sérfræðingsins um að texti í auglýsingum virki ekki, sé ekki lesinn. Ég get ekki vitnað í sérfræðinga en frá mínum bæjardyrum séð er ég mjög sammála ofanrituðu. Að sjálfsögðu les fólk texta ef hann er áhugaverður.

Stefán

Stefán Ingólfsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Þakka þér fyrir ath. Stefán. Hitti mann í gær sem benti mér á að orðræðan væri mikil í sjónvarpi þrátt fyrir að menn væru stöðugt í mynd. OK, en við verðum að gefa Guðmundi e-n sjéns. Hvað ætli Guðmundir segi um útvarpsauglýsingar spurði samstarfsmaður einn. /Guðjón

GreyTeam Íslandi ehf, 10.5.2007 kl. 08:53

3 identicon

Fylgdist með því sem Guðmundur hafði að segja. Er ég, stúdent í International Communication, að læra að skrifa texta til einskis? Það er jú einnig mikilvægt að nota eitthvað myndrænt en hvað eru myndir án texta? Hann sagði að mikilvægt væri að nota myndir og nota liti sem virkuðu og þá að það sé einfalt - gott og vel. En myndir geta snúið í andstöðu sína ef enginn texti er til staðar. "Ambiguity" eða tvíræðni er eitthvað sem Guðmunur ætti að stúdera aðeins betur. "Fólk er ekki heiladautt" eins og Guðjón segir, og hafa það í huga að við getum verið ansi tvíræðin. 

Hvað varðar útvarpsauglýsingar þá væri einmitt fróðlegt að vita hvað hann hefur að segja um þær - og hvort hann sé sammála um að fólk sem heyrir lesin auglýsingatexta tengist myndum sem það hefur séð frá viðkomandi auglýsingu.

Mikið hefur verið fjallað um "Muliticulturism" þar sem ég er við nám. Margt hef ég lært um það hve ólík við getum verið. Og þar á meðal að það boð sem virkar á einn virkar ekki á annan. Myndir einar og sér geta verið áhrifavaldur fordóma, misskilnings, haturs, misrétti og hvað annað neikvætt ef texti er ekki til staðar. En gefum Guðmundi séns.

Andres

Stúdent við The American University of Paris

andres (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 04:29

4 identicon

...en er þögn ekki sama og samþykki?

Andres (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 04:39

5 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

ORÐ ERU UNDIRSTAÐA SIÐMENNINGAR OKKAR

Orð verða aldrei strokuð út úr vitund manna. Vissulega eru myndir og myndræn skilaboð - myndræn hegðun; "body language"og svokölluð "sematísk tákn" - stór hluti af skynhrifum okkar mannfólksins og mynda stundum heildarupplifun sem skiptir máli í heildarúrvinnslu okkar á boðum sem að okkur beinast. En orðið er ekki úrelt eins og Guðmundur heldur. Orðið er ennþá sterkasta og gildishlaðnasta merkingarkorn sem fyrirfinnst í mannheimum. Eitt rétt orð - eða eitt rangt orð getur velt þungu hlassi. Þetta vita allir. Ef þú ert ekki viss, prófaðu bara(!) Mynd getur líka verið afar sterk, en hún fær öðruvísi aðgang að sál okkar og vitund en orðið. Orð annars vegar og myndir hins vegar - eru dálítið eins og Yin og Yang, eða karl og kona. Bæta hvort annað upp; 2+2 verða ekki 4 heldur kannski 7. Ástæðurnar fyrir styrk orðsins eru nokkrar. Ein er sú að það er lykill að hugarheimi okkar, ímyndunarheimi okkar. En þær eru fleiri. Tel þær upp síðar.

 Ragnar Halldórsson, GCI.

GreyTeam Íslandi ehf, 22.5.2007 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband