8.12.2006 | 09:25
Ekki skal það verða
Ég er nú hálfpartinn farinn að vorkenna honum Christer Fuglesang. Hann er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri, sem og reyndar öll sænska þjóðin, eins og ég bloggaði um í gær.
Það virðist alltaf vera eitthvað sem kemur í veg fyrir að honum verði skotið á vit stjarnanna. Og eitthvað verða geimverurnar að bíða eftir því að fá að hlusta á Öbbu.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Discovery ekki skotið á loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 15:57
Loksins, loksins
Ég bjó lengi í Svíþjóð, og ég fylgist ennþá vel með sænskum fjölmiðlum og ég held ég geti fullyrt að ég hafi sjaldan upplifað jafnmikið, langvarandi, fjaðrafok og vegna geimævintýris þessa blessaða herra Fuglesang.
Maðurinn hefur verið að rembast við að komast upp í geiminn í nokkur ár og alltaf hefur hann verið næstur í röðinni að komast í áhöfnina, nema í þau nokkur skipti sem hann hefur komist í áhöfnina og ferðinni verið frestað.
En nú er sem sagt ljóst að hann er á leiðinni til stjarnanna og vinir mínir Svíar eru að tapa sér úr þjóðarrembingi. Stór hluti þjóðarinnar ætlar að horfa á geimskotið í beinni útsendingu og sem dæmi má nefna að Aftonbladet hefur verið með niðurteljara á heimasíðu sinni þar sem talið hefur verið niður að geimskotinu síðustu þrjár vikurnar eða svo. Síðast í gær var fengu blaðamenn sænsku blaðanna hland fyrir hjartað vegna þess að þá var gefið út að hægt væri að fresta geimskotinu allt þar til 10 mínutur væru eftir í skot.
En nú er hann sem sagt á leiðinni út í geiminn.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Fuglesang og tónlist ABBA loks á leið út í geim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 14:55
Minnkandi lestur?
Lestur dagblaða hefur dregist saman að undanförnu samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag og á vef Viðskiptablaðsins í gær. Þetta vekur upp nokkrar spurningar. Getur verið að spádómar þeirra sem halda að netið muni drepa dagblöðin séu að rætast? Getur verið að hér sé um árstíðabundna sveiflu að ræða?
Þegar litið er á línurit sem fylgir fréttinni í Mogganum kemur í ljós að ekki virðist um árstíðasveiflu að ræða, því samkvæmt því sveiflast lesturinn til og frá hvenær sem er árs. Flestir þeir sem til þekkja eru á því að lestur dagblaða sé smám saman að aukast og því ætti netið ekki að hafa áhrif skyndilega núna. En hvað er það þá sem veldur þessari lækkun?
Í fyrsta lagi er lækkunin á milli kannana svo lág að það er innan tölfræðilegra skekkjumarka og í öðru lagi vil ég benda fólki á að lesa öftustu línurnar í frétt Moggans þar sem fjallað er um svarhlutfall. Það er 36,5% sem er afskaplega lítið. Eiginlega of lítið til þess að könnunin geti talist marktæk. Könnunin er því í raun ónýt.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 22:31
Kemur ekki á óvart
Mikið hefur verið fjallað um samruna kauphalla og hlutabréfamarkaða á síðustu misserum og má þar sérstaklega nefna kauphöllina í London (LSE) sem virðist vera einkar girnileg bráð. Meðal þeirra stóru aðila sem hafa verið nefndir í því samhengi má nefna Deutsche Börse (kauphöllina í Frankfurt), Nasdaq í New York og Euronext (sem m.a. rekur kauphallir í París og Amsterdam). Svei mér þá ef ekki allir þessir aðilar hafa gert tilboð í LSE sem hingað til hefur náð að verjast vel, ef svo má að orði komast. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari tískubylgju enda hefur Kauphöll Íslands nýlega sameinast OMX í Stokkhólmi. Reyndar var einhvern tímann talað um að OMX girntist LSE.
Greint er frá því í frétt á Vísir.is í dag að stjórn áðurnefndrar Euronext hafi ákveðið að mæla með yfirtökutilboði kauphallarinnar í New York (NYSE) við hlutahafa sína en þar með er afar líklegt að tilboðinu verði tekið. Þetta þarf ekki að koma á óvart í ljósi þeirrar miklu áherslu sem bandarísku hlutabréfamarkaðirnir hafa lagt á að ná fótfestu í Evrópu. Á meðan Nasdaq hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að kaupa LSE, hingað til árangurslausar, má ef til vill segja að NYSE hafi komið inn bakdyramegin. Reyndar er ég ekkert viss um að LSE sé stærri en Euronext en það er einhvern veginn mun meiri glans yfir því að kaupa kauphöllina í London, fjármálahöfuðborg heimsins.
Bandarísku kauphallirnar hafa eins og áður segir lagt mikið upp úr því að ná landi hér í Evrópu og það kæmi mér ekkert á óvart þótt við fáum að heyra af fleiri samrunum á næstunni.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 23:37
Er dómsdagur í nánd?
Jæja, er nú komið að því? Eru tölvurnar að taka völdin? Varla.
Þegar eitthvað svona gerist, þ.e. að tölvur vinni sterka skákmenn í einvígjum eða vinna sterk skákmót, eru alltaf einhverjir sem byrja að tala um að nú sé dómsdagur í nánd. En hingað til hefur ekkert gerst, og það er ekki líklegt að svo muni verða á næstunni.
Nú eru að verða tíu ár síðan Deep Blue, eða Dimmblá eins og hún var kölluð á íslensku, sigraði Garrí Kasparov, þáverandi heimsmeistara, í einvígi. Sá sigur þótti marka mikil tímamót enda er Kasparov í huga flestra skákmanna sá besti sem nokkurn tímann hefur sest að tafli. Síðan varð nokkuð hljótt um skáktölvur; þær hafa tekið þátt í sterkum skákmótum, teflt einvígi við sterka skákmenn og haldin hafa verið skákmót skáktölva, en einhvern veginn hefur enginni tölvu tekist að festa sig í sessi sem sú besta, og því síður sem betri en bestu skákmenn heims. Hvað veldur?
Ég skal svo sem ekki fullyrða um það en mín skoðun er sú að tölvusmiðir hafa ekki enn fundið þann þátt sem gerir manninn frábrugðinn tölvunum. Ef við lítum á skákina sem dæmi geta komið upp stöður þar sem tölvur skynja engan veginn eðli stöðunnar. Sumir skákmenn leita í þannig stöður, og því munu þeir enn um sinn hafa visst forskot á tölvurnar en það er alveg ljóst að tölvurnar geta reiknað mun lengra og nákvæmar en mannsheilinn. En eins og ég segi, þær vantar þetta litla extra.
Hvað veldur því þá að tölva sigrar heimsmeistarann? Getur verið að hans skákstíll henti tölvunni. Hver veit?
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Deep Fritz gjörsigraði Kramnik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 14:33
Eðlilegt skref
Þeim sem hafa fylgst með íslensku útrásinni þarf ekki að koma á óvart að íslenskur banki sé að opna skrifstofu í Kína. Þar er örast vaxandi markaður í heimi og gífurlegt fjármagn leitar bæði inn í landið og út úr því.
Það var í byrjun árs sem Glitnir tilkynnti að til stæði að opna skrifstofu í þessu fjölmennasta ríki heims og nú hefur skrefið sem sagt verið stigið til fulls. Það verður spennandi að sjá hvernig Glitni farnast í Kína, þarna eru gífurleg tækifæri fyrir banka sem kann að fara með þau.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Glitnir opnar skrifstofu í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2006 | 10:20
Ég er spenntur fyrir V-Power!
En það var greinilegt að bensín er ekki bara bensín, og það vakti áhuga minn. Það kom mér semsagt á óvart að sumir hafa beinlínis skoðun á bensíntegundum og velja í samræmi við þær skoðanir. Ég fór því að kynna mér eiginleika þessa 99 oktana Shell V-Power bensíns, sem kostar um 8 krónum meira en 95 oktana bensín miðað við fulla þjónustu. Átta krónur eru átta krónur svo menn hljóta að hafa ástæðu til að velja V-Power fremur en 95 oktana bensínið. Hvað er það sem ræður úrslitum?
Eftir að hafa lesið upplýsingar hér og þar hallast ég að því að eiginleikar V-Power séu all vel geymt leyndarmál. Mér finnst skrýtið að það skuli ekki vera á vitorði fleira fólks, sem hugsar vel um bílinn sinn, hve mikil jákvæð áhrif V-Power hefur á afköst og heilsu" véla. Þó að það kosti meira en annað bensín ætti maður að fá það til baka, að hluta að minnsta kosti, í formi lægri viðhaldskostnaðar.
Rannsóknir sýna nefnilega að V-Power, sem er það blýlausa bensín, sem hefur hæstu oktantölu á markaðnum, eyðir og útilokar myndun sóts og skíts á ventlum og heldur þeim hreinum. Afleiðingin er betra viðbragð og vinnsla í samræmi við markmið framleiðanda vélarinnar. Vélarnar verða ekki kraftmeiri heldur en upphaflega var ætlað heldur komast afköstin nær því sem framleiðandinn ætlaðist til. Gangurinn verður hreinni og hnökralausrari. Ég sá myndir af ventlum V-laga vélar, sem hafði verið prófuð á þann hátt að vélin var látin brenna venjulegu 95 oktana bensíni öðru megin og 99 oktana V-Power hinum megin. Vélin var látin ganga í ákveðið langan tíma og síðan var vélin tekin í sundur. Ég hefði ekki trúað því hve munurinn var mikill á áferð og útliti ventlanna. Hvað segja bifvélavirkjar um þetta?
Ég hef rætt við nokkra sem ég veit að nota V-Power og þeir segjast finna mun á bílnum. Einn sagði að sér fyndist bíllinn kraftmeiri. En svo voru tveir ósammála um eitt. Annar sagði að bíllinn eyddi minna en hinn sagði að hann eyddi meira. Ég held að miðað við hreinsunareiginleika V-Power geti það birst í skilvirkara afli vélarinnar og því geti það staðist að hann sé kraftmeiri". Og ætli munur á bensíneyðslu geti ekki falist í mismunandi aksturslagi? Sé bíllinn kraftmeiri" gæti það haft þau áhrif að skemmtilegra sé að keyra sem komi fram í aukinni eyðslu. En það væri áhugavert að gera vísindalega könnun á því. Mæla það. Og af því að konan mín ekur alltaf í samræmi við lög og reglur þá ætla ég að biðja hana um að gera þessa könnun fyrir mig. Taka bara V-Power og sjá hvað gerist. Ég er mjög spenntur!
Fyrir utan þessi atriði, sem ég hef nefnt þá ætti maður líka að sjá annan ávinning miðað við virkni V-Power og það er lægri viðhaldskostnaður til langs tíma litið. Er það ekki? Í framhaldi af þessu hef ég líka leitt hugann að því af hvaða gæðum ódýrasta 95 oktana bensínið hér á landi sé, t.d. hjá Atlantsolíu og Orkunni. Ætli það sé munur á gæðum þess og 95 oktana bensíni hinna olíufélaganna? Væri gaman að heyra skoðanir á því.
Og svo í blálokin, ég vil fá V-Power dísel á bílinn minn. Ég veit að það er til á öðrum mörkuðum. V-Power dísel, ég vil fá svoleiðis, ég er á Hilux og ekki veitir af! ;)
Bolli Valgarðsson | Head of Media Relations | GCI Iceland |
bolli.valgardsson@gci.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 13:44
Undarleg jólahefð
Fréttir um að nú sé jólahafurinn í Gävle kominn á fætur marka í huga margra Svía upphafið að jólaundirbúningnum. Og fyrir mörgum er það jafn ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum að frétta af því að hann hafi verið brenndur.
Margir virðast halda að svona eigi þetta bara að vera, ég man t.d. eftir að einhver túristi frá Bandaríkjunum kveikti í hafrinum fyrir nokkrum árum, vegna þess að hann hafði lesið um þessa hefð og ætlaði sko að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Mannræfillinn var síðan lúbarinn af reiðum íbúum Gävle og stungið í steininn þar sem hann fékk að dúsa í einhverja daga. Sennilega hefur nafn hans ekki verið skráð gylltu letri á spjöld sögunnar.
Einhvern tímann var mér sagt að íkveikjur í jólahafrinum eigi rætur sínar að rekja til fornra erja milli nágrannabæja, þá lögðu menn stolt sitt í að eyðileggja fyrir nágrönnunum. Þessu má ef til vill líkja við að Seltyrningar gerðu sér ár hvert ferð á Austurvöll til þess að höggva niður Óslóartréð, sem þar er reist á hverju ári.
Nú hafa bæjaryfirvöld hins vegar gert ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að hafurinn brenni, en ég hef reyndar heyrt þennan áður. Skepnan er úr hálmi og því verður hún eldinum auðveldlega að bráð.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita það má bæta því við að Gävle, er heimabær Gevalia kaffimerkisins. Gävle heitir á latínu Gevalia.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Eldvarnarefni notað til að leika á jólageitarbana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 20:46
GCI styrkir baráttuna gegn HIV
Baráttan gegn alnæmi heldur áfram og liður í því er alnæmisdagurinn sem haldinn er 1. desember ár hvert. Dagurinn er tileinkaður baráttunni gegn sjúkdómnum hræðilega og er honum ætlað að auka vitund almennings um þennan mikla vágest.
Nú eru 25 ár liðin síðan fyrsta tilkynningin barst um að nýr sjúkdómur væri kominn fram á sjónarsviðið, sjúkdómur sem engin lækning væri til við. Síðan þá er talið að um 65 milljónir manns hafi smitast af HIV-veirunni, sem veldur alnæmi, og þar af hafa um 25 milljónir látið lífið eftir harða baráttu við sjúkdóminn, þar af 2,2 milljónir barna.
GCI í Bandaríkjunum hefur ákveðið að taka virkan þátt í baráttunni við alnæmi og en ár hvert gefur starfsfólk fyrirtækisins fé til styrktar HIV-miðstöðvar barnadeildar Mt. Sinai sjúkrahússins í New York. Þetta er eitt þekktasta sjúkrahús í heimi og er HIV-miðstöð barnadeildarinnar þar ein af leiðandi miðstöðvum sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þar fá börn sem hafa annað hvort smitast af HIV eða orðið fyrir áhrifum af sjúkdómnum aðhlynningu, heilbrigðisstarfsfólks eða félagsráðgjafa eftir því sem við á.
Á síðasta ári gáfu starfsmenn GCI 2.100 dali, um 150 þúsund krónur, til styrktar miðstöðinni og markmiðið er að gera enn betur í ár. Tilkynnt verður eftir helgi hversu há gjöfin verður og er hægt að fylgjast með því hér á þessu bloggi.
Þetta framtak vinnufélaga okkar erlendis er aðdáunarvert og vonandi næst að gera betur en í fyrra.
Alnæmi er hvergi stærra vandamál en í löndum þriðja heimsins þar sem fátækt er mikil og aðgangur að lyfjum því ekki góður. Lyfjafyrirtæki heimsins hafa verið gagnrýnd fyrir að stuðla ekki að betri aðgangi að lyfjum en nú hefur Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, náð samningum við indversk lyfjafyrirtæki um að bæta þar úr, en m.a. var greint frá þessu í frétt Fréttablaðsins í gær. Þetta er ánægjuleg frétt og vonandi að vitund almennings um vandamálið aukist. Það er óviðunandi að vitund aukist aðeins tímabundið þegar einhver þekktur deyr úr alnæmi.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 23:23
Jólunum flýtt?
Er það ekki rétt munað hjá mér að í fyrra var kveikt á Óslóartrénu svokallaða á öðrum sunnudegi í aðventu? Og er það ekki rétt munað hjá mér að hér áður fyrr, fyrir svona tuttugu árum eða svo, var jafnan kveikt á Óslóartrénu á þriðja sunnudegi í aðventu? Í það minnsta finnst mér þetta eitthvað undarlega snemma.
Reyndar finnst mér aðdragandi þessara jóla hafa verið svolítið undarlegur. Það var ekki fyrr en í kringum 20. nóvember að maður almennt merkti að jólin kæmu senn, ég ræddi þetta við aðra og flestir voru sammála mér. Hinn opinberi jólaundirbúningur, þ.e. jólaskreytingar á götum úti og auglýsingar tengdar jólunum, virtist byrja óvenju seint í ár. Það var í raun bara IKEA sem stóð undir nafni en þar á bæ voru menn farnir að undirbúa jólin í október. Reynar eru flestir sem ég hef rætt þetta mál við frekar sáttir við seinkun jólaundirbúningsins, mörgum hafa haft orð á því á síðustu árum að jólaundirbúningurinn byrji heldur snemma.
Nú hafa borgaryfirvöld í Reykjavík hins vegar ákveðið að kveikja á Óslóartrénu á fyrsta sunnudegi í aðventu. Heldur þykir mér það snemmbúið, eins og áður sagði. Kannski er ástæðan sú að þeir vilja breyta út af vananum, til þess að minna á að valdaskipti hafi orðið við sundin blá. Og kannski ekki. Hver veit?
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Ljós tendruð á Óslóartrénu á sunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar