1.12.2006 | 13:58
Hvað segir bréfalúgan þín um þig?
Í morgun þurfti ég einu sinni sem oftar að leysa konu mína af og fara með dóttur minni að bera út Fréttablaðið, henni finnst það afskaplega leiðinlegt (mér líka, fékk ógeð á blaðaútburði sem ungur maður er ég bar út Tímann) og vildi hún fyrir löngu síðan hætta þessum útburði og fá þennan extra klukkutíma í fegurðarblund. Við foreldrarnir sjáum þetta sem tæki til að kenna henni að maður fær ekki neitt fyrir ekki neitt, maður verður að vinna fyrir því sem mann langar í.
Jæja, ég sem sagt fór að bera út Fréttablaðið og Birtu og svo yfirleitt er alltaf aukaefni með, reyndar var óvenjulítið í morgun. Einn a3 fjórblöðungur og svo þetta vanalega samanbrotna útsendiefni frá fyrirtæki sem ég held að sendi út svona direkt meil á hverjum föstudegi inn í blaðinu, fylgiblöðin sem eru inní blaðinu gera manni oft óleik á þann hátt að það er vont að brjóta saman blaðið og þá er ég kominn að því sem ég ætlaði að skrifa um. Bréfalúgunni. Bréfalúgurnar eru eins fjölbreyttar og hurðirnar sem þær skreyta, eru í öllum stærðum og smæðum...sumar svo litlar að maður þarf nánast að rífa blaðið í öreyndir til að koma blaðinu til skila. Þessar bréfalúgur eru klárlega hannaðar með það eitt í huga að inn um þær komi eingöngu reikningar og jólakort. Sumar lúgurnar eru með gúmmí díngsi sem ég hef ímyndað mér að séu til að halda burtu dragsúgi og vondum veðrum, er ekki frá því að það komi gúmílýkt þegar maður reynir að troða blaðinu inn um þesssar lúgur.
Við erum að bera út um 60 blöð og ef það er ekkert aukaefni með, tekur útburðurinn sléttan hálftíma, hinsvegar getur hann farið allt upp í klukkutíma ef mikið er af fylgipósti....og nú er framundan mesti auglýsingatími ársins og maður fær létt ofsakvíðakast fyrir hönd dóttur minnar og sambýliskonu sem er reyndar hjartað í þessum útburði á mínu heimili. Ekki bætir svo úr skák að oft lítil eða engin lýsing við sumar dyrnar og eru sum húsin og aðkoma að þeim þannig að dóttir mín harðneitar að bera út í þau hús nema við annan mann.
Í morgun þegar ég var að berjast við þá bréfalúgu sem ég hef minnstar mætur á á blaðarúntinum, hugsaði ég með mér að hér þyrfti ríkistilskipun!!! Hvorki meira né minna, eða hreinlega kalla til Evrrópustaðalsfulltrúa. Ein stærð af bréfalúgu um allt land, takk fyrir... breidd bréfalúgunnar sé 40 sm og hæðin 10 sm. Lokið opnist inn, og og alveg beisik, ekkert gúmmí, engin díngs, blaðið er brotið einu sinni (það þyrfti ekki ekki að brjóta það nema maður vildi, þar sem breidd blaðsins er aðeins rétt um 29 sm), þessi stærð af bréfalúgu þýddi að það væri hægt að stinga blaðinu og öllum fylgiblöðum inn í einu. Þvílík hagræðing og hugsið ykkur hvað blaðburðarbörnin yrðu hress og ánægð í útburðinum. Held að þetta gæti orðið eitt mesta framfaraskref í póst- og blaðaútburði frá því að frímerkið var fundið upp.
Bloggar | Breytt 3.12.2006 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 21:57
Búum í haginn
Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, er sennilega sá íslenski hagfræðingur sem er hvað þekktastur úti í heimi. A.m.k. man ég að þegar ég var í hagfræðinámi erlendis var hann sá eini meðal íslenskra hagfræðinga sem mínir kennarar þekktu til. Hann hefur löngum látið sig þjóðmál varða og verið afar afkastamikill í ýmsum greinaskrifum í dagblöðum. Undanfarin ár hefur Þorvaldur verið vikulegur pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu og hefur beinskeyttur stíll hans vakið hrifningu margra.
Í pistli sínum í dag fjallar Þorvaldur um málefni erlendra vinnuafls á Íslandi, málefni sem undirritaður hefur skrifað um á þessum vettvangi í tveimur bloggfærslum: Saga af batnandi lífskjörum og Margar hliðar á öllum teningum. Ég er sammála honum í því sem hann segir. Okkur er nauðsynlegt að hlúa vel að þeim útlendingum sem hingað koma, bæði gerir það samfélag okkar skemmtilegra, og betra.
Þorvaldur er eins og áður segir skemmtilegur penni en hann er jafnframt afburða fræðimaður og hefur hann meðal annars skrifað eina bestu bók sem ég hef lesið um hagvaxtarfræði. Sú er skrifuð á ensku en ég veit til þess að hún hefur einnig verið gefin út á pólsku, þannig að hann á eflaust eitthvað fylgi þar í landi.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 16:53
RÚV af auglýsingamarkaði er ekki hagur auglýsenda
Nokkur umræða hefur verið um nýtt frumvarp sem liggur fyrir þinginu um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV. Þetta frumvarp er arfavitlaust og einnig fullkomlega óþarft ef það leiðir til takmarkana. Hvað þarf að laga hjá RÚV - er nauðsynlegt að breyta?
Eitt atriði snertir þó a.m.k. þann geira sem við vinnum inní en það er tillagan um að RÚV verði fyrirferðaminna á auglýsingamarkaði. Reyndar er sú tillaga nokkur sýndarmennska til að róa samkeppnisaðilana á auglýsingamarkaði. Lagt er til að RÚV fái ekki að selja auglýsingar á netinu (sem þeir eru hvort eð er ekki að gera) og að kostun verði ekki meira en 10% af auglýsingatekjum (sem er það sem hún er í dag). Mögulega ekki mikil breyting sem sagt, en hefur þó áhrif þegar horft er fram á veginn, sérstaklega varðandi netið.
Eðlilega höfum við sem kaupum auglýsingar áhyggjur af því að með því að takmarka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði þá muni verð hugsanlega hækka og staða hinna frjálsu miðla verði óhóflega sterk. Sýnist þetta þó ekki þurfa að valda miklum áhyggjum á þessari stundu a.m.k. Það virðist ekki vera nein grimmdarsamkeppni hjá ljósvakamiðlunum. Verðskrár hafa hækkað í takt ef ein verðskrá hækkar hækka hinar umsvifalaust og þannig verður til ein verðskrá á þessum markaði.
Í grunninn ætti staðan að vera einföld. RÚV er á auglýsingamarkaði eða ekki. Allar hindranir kalla á leiðir til að fara framhjá þeim. Það er engum til góðs.
Þórmundur Bergsson | MediaCom | Managing Director Iceland | thormundur.bergsson@mediacom.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 15:16
Hafnfirðingurinn vex hratt
Lyfjafyrirtækið Actavis hefur á undanförnum misserum farið mikinn í ytri vexti sínum og er ekkert nema gott um það að segja. Svo virðist sem samþætting við rekstur erlendu fyrirtækjanna hafi gengið afar vel og þegar svo er er ekkert sem mælir gegn því að halda vextinum áfram. Actavis hefur að mínu mati byggt sína útrás upp á afar skynsaman hátt, fyrirtæki sem keypt eru passa vel að rekstrinum og samlegðaráhrif og samþætting nást á tiltölulega skömmum tíma.
Þrátt fyrir að Actavis hafi misst af króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva var ljóst að ekki yrði staðar numið og að leitað væri að nýrri bráð til yfirtöku. Bæði Viðskiptablaðið og Morgunblaðið greindu frá því í gær að tilkynnt yrði um nýja yfirtöku fyrir jól og vitnuðu þar í ummæli sem forstjóri Actavis hafði látið falla í samtali við þýska útgáfu Financial Times. Oft leka svona fréttir út á lokastigum samrunaviðræðna og því þarf það kannski ekki að koma á óvart að tilkynnt hafi verið um kaupin svo snemma.
Íslensku útrásarfyritækjunum er að mörgu leyti nauðsynlegt að stækka, m.a. þar sem það býður upp á ódýrari fjármögnun, og hafa sett sér markmið um ákveðna stækkun á ákveðnum tímaramma. Innri vöxtur dugir ekki til að ná þeim markmiðum og því er í raun ekki undarlegt að þessi leið skuli farin.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Actavis kaupir bandarískt lyfjafyrirtæki á 16,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 23:32
Oft veltir lítil þúfa
Markaðurinn, viðskiptakálfur Fréttablaðsins, birtir í dag frétt þess efnis að erfiðara sé að hafa hemil á verðbólgu í litlum hagkerfum en í þeim stærri. Er þar vitnað í vinnuskjal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, en ef mark er takandi á einhverjum í þessum efnum ætti það einmitt að vera IMF.
En þarf þetta að koma á óvart? Ef við tökum tölfræðina sem dæmi getum við séð að í litlu úrtaki hefur einn aðili mun meira vægi heldur en í stóru úrtaki. Það sama hlýtur að gilda um hagfræðina. Í litlu hagkerfi ættu gjörðir eins aðila að hafa mun meiri áhrif en í stóru hagkerfi. Þetta ætti þó að gilda í báðar áttir, þ.e. það er ekki eingöngu erfiðara að hemja verðbólguna heldur einnig verðhjöðnun.
IMF bendir réttilega á að eigi aðgerðir Seðlabanka Íslands að virka verði hið opinbera að vera samtaka Seðlabankanum, annað er eins og að berja hausnum utan í stein. Þetta á þó ekki bara við um ríkið, fjármálastofnanir ættu einnig að vinna í sömu átt og Seðlabankinn. Hér er ekki átt við að skrúfa alveg fyrir útlánaveitingar, heldur að þær eigi að vera skynsamlegar.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 15:33
Skjótt skipast ... eða þannig
Ef það er eitthvað sem fríblöðin hafa fært okkur þá er það meira auglýsingamagn en áður þekkist .. og harðari sölumennska en áður. Ég sagði bara púff og andvarpaði Nei takk, á ekkert.
Þórmundur Bergsson | MediaCom | Managing Director Iceland | thormundur.bergsson@mediacom.is
Bloggar | Breytt 30.11.2006 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 11:24
Ekki til eftirbreytni
Nýlega heimsótti ég skyndibitastað einn í Smáralind og ætlaði að grípa með mér ruslmat þar sem ég var tímabundinn. Þegar verið var að afgreiða mig veitti ég því athygli að sá sem afgreiddi mig var merktur auli og meðan ég beið eftir matnum tók ég eftir því að annar starfsmaður var hafði orðið bestur á spjaldi sem nælt var á bringu hans.
Mörgum þykir þetta eflaust afskaplega fyndið og meinlaust, segja jafnvel að með þessu vilji starfsmennirnir létta andann á vinnustaðnum. En mér þykir þetta satt að segja ekki til eftirbreytni, því þetta hefur áhrif á trúverðugleika staðarins. Segjum sem svo að ég færi að kaupa bíl hjá Agli í Brimborg. Sölumaðurinn sem tekur á móti mér er með barmmerki sem stendur á auli. Myndi ég kaupa af honum bíl? Ég held ekki, frekar myndi ég leita á náðir annars sölumanns, eða jafnvel annars fyrirtækis.
Get ég treyst því að starfsmaður veitingastaðar, sem tekur starf sitt ekki alvarlegar en svo að hann gangi um stoltur af því að vera auli, höndli matinn minn með þeirri virðingu sem ég á heimtingu á? Það er ég ekki viss um.
Nú getur vel verið að fólki finnist þetta nöldur og tuð í mér. Eða hvað ...
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 09:29
Netið drap brandarann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2006 | 15:55
Er gests augað glöggt?
Enn og aftur gerist það. Erlendir greiningaraðilar telja sig þurfa að hafa vit fyrir landanum og segja ekki nóg gert til þess að rétta af misvægið í efnahagsmálum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við fáum slíkan boðskap að utan og eflaust ekki það síðasta og sýnist sitt hverjum.
Getur verið að í einhverjum tilvikum hafi erlendir greiningaraðilar rétt fyrir sér? Ég skal fúslega viðurkenna að ég tek skýrslum greiningardeilda erlendra banka með vissum fyrirvara enda hefur verið sýnt fram á að einhverjar þeirra eru runnar undan rifjum aðila sem vilja koma höggi á íslenska keppinauta sína. Þegar stofnanir á borð við OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) telja ástæðu til að benda á það sem betur má fara finnst mér hins vegar full ástæða til þess að sperra eyrun og skrifa niður.
Íslendingar eru fullgildir aðilar að bæði OECD og IMF og er það þessum stofnunum engann veginn í hag að vísvitandi birta ranga greiningu á íslensku efnahagslífi og fjármálakerfi. Jafnframt hafa OECD og IMF á sínum snærum færustu sérfræðinga og þar sem Ísland er fullgildur aðili að þessum stofnunum má ætla að þær hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru hverju sinni.
Sérfræðingar OECD segja líklegt að enn frekar þurfi að auka aðhald í stjórn peningamála og eru þeir á svipuðum nótum og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, sem sagði nýlega að líklegt væri að stýrivextir Seðlabankans yrðu hækkaðir í desember. Þetta þarf í raun ekki að koma óvart. Vissulega hefur tekist að stöðva verðbólguna og virðast flestir á því að hún muni hjaðna á næstu mánuðum. Seðlabankinn hefur þó ekki þann munað að bíða eftir því að spár greiningaraðila verði að veruleika. Hann hefur það lögbundna hlutverk að hafa hemil á verðbólgunni og verður því að bregðast við á meðan verðbólgan er yfir efri mörkum verðbólgumarkmiðsins. Það má deila um kosti þessa fyrirkomulags og galla en svona er þetta bara.
Lög eru lög og þeim ber að fylgja.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
OECD segir enn þörf á fastatökum í íslenskum peningamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 12:20
Netnotkun dregur úr sjónvarpsáhorfi
Athyglisverðar niðurstöður í könnun BBC á sjónvarpsáhorfi, sem Morgunblaðið sagði frá um helgina. Samkvæmt niðurstöðunum segist stór hluti aðspurðra sem skoðar myndskeið á netinu horfa minna á sjónvarp fyrir vikið.
Jafnvel þótt aðeins 9% segist skoða myndskeið á netinu að staðaldri er ljóst að vægi þessarar notkunar netsins kemur einungis til með að aukast á næstu árum á kostað sjónvarpsáhorfs. Með sífellt fullkomnari tækni, t.d. bættum myndgæðum, sífellt meiri nethraða og endalauss vals um afþreyingu sem finna má á netinu getur ekki farið á annan veg því aukið val dregur ávallt úr notkun sambærilegrar vöru/þjónustu sem fyrir er á markaði. Fleiri keppa um athygli fólks. Sama kakan er sífellt skorin í fleiri sneiðar.
Hvaða svar hafa sjónvarpsrekendur gagnvart þessari þróun? Er langt þar til þróunin fer að koma niður á sjónvapsstöðvunum fyrir alvöru eða geta menn andað rólega enn um sinn???
Bolli Valgarðsson | GCI Iceland | Head of Media Relations
bolli.valgardsson@gci.is
Vefvarpsáhorf dregur úr sjónvarpsáhorfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar